Rof
Verð frá
369.000 kr
Lýsing
Allir speglar Paradox eru hannaðir í formi skúlptúrs. Þar er leitast við að skekkja og bjaga endurkast speglana með það að leiðarljósi að vekja upp nýja eða breytta upplifun og þannig kalla fram samspil milli manneskjunar og spegilsins. Paradox speglarnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi og eru því merktir og númeraðir eins og hefðbundin listaverk.
Heiti spegilsins dregur nafn sitt af formi hans og lögun, þar sem spegill rýfur endurkast annars spegils í bakgrunni og varpar henni á nýja staði. Við það myndast einskonar rof og kallar fram hughrif.