Skapaðu þitt eigið umhverfi

Asha

Asha rúmin koma í einstaklega fallegum kopar eða úr sterkum beikikrossvið. Í fyrsta skipti á Íslandi er hægt að fá "Drauma Rúm" þar sem Asha býður uppá tvær mismunandi útfærslur; hága og lága.

Soap

Soap er veglegt marmaraborð á nettum fótum sem fer vel með flestum sófum. Ávalar og mjúkar línurnar vekja þó hrifningu, hvar sem borðið er staðsett.

Montevideo

Montevideo línan inniheldur sófa, hægindastól og venjulegan stól, hönnuð með alhliða þægindi í huga. Mjúkar og notalegar útlínur einkenna sætisarma og bak, á meðan fjöðrun í sessum veitir fullkominn stuðning við mjóbakið.

Útkoman er Glide — notalegur stóll sem gleður augað.

Glide

Síbreytileg náttúran og árstíðaskiptin eru kveikjan að þessum óvenjulega stól. Létt málmgrind situr undir sveigjanlegu og einkar þægilegu sæti úr plasti. Útkoman er Glide — notalegur stóll sem gleður augað.

Oliver

Oliver sófinn er hönnun frá árinu 1957, þar sem einfaldleikinn ræður för. Þessi stílhreini sófi hvílir á traustum en grönnum fótum, sem dregur alla athygli á sófann sjálfan. Hægt er að velja á milli leður– og tauáklæðis.

Fyrir hvað stendur VEST?

Þægindi og fegurð. Valfrelsi og sköpunargleði. Gæði og orðspor. Við hjá Vest bjóðum fjölbreytt úrval húsgagna og innanstokksmuna sem gera híbýli þín að unaðsreit þæginda og glæsileika. Prófaðu þig áfram með ólíkar samsetningar og lyftu rýminu upp á næsta stig.

Gerðu rýmið að þínu

Við höfum sérvalið vörur sem veita okkur innblástur. Vörur sem endurspegla sígilda hönnun og vandað handverk. Lífgaðu upp á rýmið með vönduðum húsgögnum frá mörgum af virtustu hönnuðum heimsins.

Komdu í heimsókn

Við tökum vel á móti þér
Mánudaga - föstudaga 11:00 - 17:00
Laugardaga 11:00 - 16:00

fmovies