Asplund

Asplund er sænskur húsgagnaframleiðandi sem stendur fyrir gæði og hefur alla tíð framleitt vörur sínar í Svíþjóð. Merkið leggur mikið upp úr vandvirkni og stendur fast á skoðun sinni um að vinna þurfi gegn þeirra menningu sem myndast hefur þar sem fólk verslar húsgögn til að henda stuttu seinna. Asplund vill að fólk elski að búa á heimilum með falleg húsgögn og bæði skilji og kunni að meta góða hönnun.

Hönnun Asplund notast við snyrtileg, fáguð form og vörurnar eru framleiddar til að endast. Í augum Asplund er góð hönnun vara sem hægt er að para saman við hvaða stíl sem er, varan á að passa svo vel inn í rýmið að það er eins og hún hafi verið framleidd fyrir það. Mikil vinna er lögð í að framleiða húsgögn eftir bestu mögulegum gæðum, öll smáatriði er gerð af gaumgæfni og sá efniviður sem notaður er hefur verið valinn vegna varanleika hans.

×