B-001

5.900 kr
Fjöldi:

B-001

VEST Collection

Í kjarna hverrar vöru frá VEST liggur ástríða fyrir gæðum, handverki og hönnun sem vekur gleði í hversdagslegri notkun. 

Hver leirvara er rennd úr steinleir með mikilli nákvæmni og metnaði, svo mikilli nákvæmni að það virðist nánast ótrúverðugt að keramikið sé í raun og veru handgert. í framhaldi eru vörurnar svo gljáðar með náttúrulegum hágæða gljáa sem allir eru breytilegir. 
Hjón í norðurhluta Tyrklands framleiða alla vörulínuna fyrir okkur í fallegu heimastúdíói, en einmitt þar fæddist vörulínan undir handleiðslu VEST sumarið 2023. 
Sérhvert smáatriði er úthugsað: Slétt yfirborð, fínstilltir kantar og fullkominn þyngdarpunktur gera hverja einustu vöruna unaðslega í notkun.
Hönnunin er bæði praktísk, falleg og tímalaus – hver vara er einstök og litirnir í vörulínunni lifandi, engin vara er alveg eins. Með tímanum verður náttúruleg litabreyting á munum sem eru notaðir þar sem keramik er náttúrulegt efni.

Ummál

Ø8 cm 

Height 5 cm 

*Allir leirmunir úr vörulínunni eru brenndir við 1230 gráður til þess að tryggja góða endingu og mega þær því fara í uppþvottavél, þó er mælt með því að handþvo vörurnar þar sem uppþvottavélar eiga það til að brjóta uppúr köntum gler- og leirmuna við högg. 

More Design

Judd BaseJudd Base

Judd Base

From 127.272 kr
Judd Modular Wall UnitJudd Modular Wall Unit

Judd Modular Wall Unit

From 109.632 kr
FractalFractal

Fractal

From 981.600 kr

Recently viewed